Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. mars 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Boga hefur mikla trú á sér - Horfir á Messi, Hazard og Ben Arfa
Jeremie Boga er fyrrum leikmaður Chelsea. Hann er í dag hjá Sassuolo á Ítalíu.
Jeremie Boga er fyrrum leikmaður Chelsea. Hann er í dag hjá Sassuolo á Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Jeremie Boga, leikmaður Sassuolo á Ítalíu, hefur mikla trú á sjálfum sér og segist geta orðið jafngóður og Eden Hazard, leikmaður spænska stórliðsins Real Madrid.

Boga er fyrrum leikmaður Chelsea, en hann spilaði aðeins einn leik fyrir aðalliðið þar áður en hann var seldur til Sassuolo árið 2018. Á tíma sínum hjá Chelsea gat hann fylgst með Hazard sýna mikil gæði, en Hazard var síðasta sumar seldur til Spánar eftir sjö ár í herbúðum Chelsea.

Hazard er goðsögn hjá Chelsea og Boga telur sig geta orðið jafngóður og Belginn.

Í viðtali við DAZN sagði Boga: „Hazard er klárlega sterkari en ég, en ekki í huga mínum. Ég veit hversu góður ég er og ég tel að ég geti orðið jafngóður og hann."

„Ég horfi á mörg myndbönd af Messi, Ben Arfa og Hazard. Núna horfi ég líka mikið á Neymar, en ég horfi alltaf á fyrstu þrjá."

Það er athyglisvert að hann horfi mikið á Ben Arfa. Ekki vantar hæfileikana hjá þeim leikmanni, en hann hefur kannski ekki alltaf náð að sýna þá. Ben Arfa er í dag 33 ára og leikmaður Valladolid á Spáni.

Boga, sem er 23 ára, hefur staðið sig vel á Ítalíu og fram kom í slúðri gærdagsins að Chelsea væri að hugsa um að kaupa hann aftur til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner