Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. mars 2020 23:05
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir kvöldsins: Llorente og Neymar bestir
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Liverpool er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap á heimavelli gegn Atletico Madrid.

Liverpool var 1-0 yfir eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn, enda hafði Atletico unnið fyrri viðureignina 1-0.

Heimamenn komust í 2-0 en Marcos Llorente skoraði tvennu í kjölfarið og var valinn maður leiksins af Sky Sports. Llorente lagði síðasta mark leiksins upp fyrir Alvaro Morata og fékk 8 í einkunn fyrir sinn þátt.

Thomas Partey þótti einnig meðal bestu manna leiksins rétt eins og markvörðurinn öflugi Jan Oblak sem átti stórleik.

Adrian var verstur á vellinum og fær hann fjóra í einkunn. Hann gerði skelfileg mistök sem urðu að fyrsta marki Atletico í leiknum.

Liverpool: Adrian (4), Alexander-Arnold (7), Gomez (6), Van Dijk (7), Robertson (6), Henderson (6), Oxlade-Chamberlain (8), Wijnaldum (8), Salah (6), Firmino (7), Mane (6).
Varamenn: Milner (6), Origi (6), Minamino (6).

Atletico Madrid: Oblak (8), Trippier (6), Savic (7), Felipe (8), Renan Lodi (6), Koke (6), Saul (6), Partey (8), Correa (6), Felix (7), Costa (6).
Varamenn: Llorente (8), Vrsaljko (6), Morata (6).



PSG sló þá Borussia Dortmund úr leik og var Neymar valinn maður leiksins.

Brasilíski snillingurinn fær 8 í einkunn rétt eins og Idrissa Gana Gueye, fyrrum leikmaður Everton, sem hefur verið að gera góða hluti frá komu sinni til PSG.

Erling Braut Haaland náði sér ekki á strik og fær aðeins 5 í einkunn fyrir sinn þátt í sóknarleik Dortmund.

PSG vann 2-0 eftir að hafa tapað fyrri viðureigninni 2-1 í Þýskalandi.

PSG: Navas (7), Kehrer (7), Marquinhos (7), Kimpembe (7), Bernat (7), Gueye (8), Paredes (7), Sarabia (6), Di Maria (7), Neymar (8), Cavani (7).
Varamenn: Kurzawa (6), Kouassi (6), Mbappe (6).

Dortmund: Burki (7), Zagadou (6), Hummels (7), Piszczek (6), Hakimi (5), Guerreiro (6), Witsel (5), Can (5), Sancho (6), Hazard (6), Haaland (5).
Varamenn: Reyna (6), Brandt (6)
Athugasemdir
banner
banner