Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. mars 2020 20:19
Ívan Guðjón Baldursson
Leik Wolves ekki frestað - Félagið ósátt með ákvörðun UEFA
Mynd: Getty Images
Evrópska knattspyrnusambandið hefur gefið það út að viðureign Olympiakos og Wolves muni fara fram fyrir luktum dyrum í Grikklandi annað kvöld.

Liðin mætast í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar eftir að gríska stórveldið sló Arsenal úr leik í síðustu umferð, á meðan Úlfarnir höfðu betur gegn Espanyol.

Wolves sendi beiðni til UEFA um að fresta leiknum gegn Olympiakos vegna kóróna veirunnar. UEFA hafnaði þeirri beiðni og er stjórn Úlfanna ekki sátt með ákvörðunina.

„Við teljum að þessi ferð setji leikmenn okkar, starfsfólk og fjölskyldur þeirra í óþarfa hættu á þessum erfiðu tímum. Við höfum einnig áhyggjur af andstæðingum okkar sem þurfa að spila undir erfiðum kringumstæðum, þar sem forseti félagsins er sýktur af veirunni," segir í yfirlýsingu Úlfanna sem var birt í gær.

„Við teljum suma hluti vera mikilvægari en knattspyrnu, heilbrigði starfsfólks okkar og almennings er einn af þessum hlutum. Þrátt fyrir þetta virðum við ákvörðun UEFA og heillindi keppninnar og munum því ferðast til Grikklands og spila þennan leik.

„Við vonum að UEFA muni íhuga aðrar lausnir fyrir næstu leiki, þar sem þetta verður ekki síðasti Evrópuleikurinn sem kóróna veiran mun hafa áhrif á."

Athugasemdir
banner
banner
banner