Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. mars 2020 18:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neville: Veit hvenær ég á að segja af mér
Mynd: Getty Images
„Það er auðvelt að tala, við verðum að sýna frammistöður á vellinum," segir Phil Neville, kvennalandsliðsþjálfari Englands.

Neville ætlar sér ekki að sitja í starfi ef úrslitin hjá hans liði batna ekki. Neviller er sagður fá mikinn stuðning en hann vill sjá liðið vinna og er tilbúinn að hætta með liðið ef úrslitin skána ekki.

Enska liðið hefur tapað sex af síðustu tíu leikjum sínum og hafa einhverjir sett spurningarmerki við Neville. Neville sjálfur segist sjálfur vita hvenær rétti tíminn sé til að yfirgefa skipið.

„Ég vissi það í hálfleik gegn Wigan í leik með Everton að ferillinn væri búinn hjá mér inni á vellinum. Ég sagði við David Moyes að þetta væri komið gott. Ég veit því hvenær ég á að hætta."

England mætir Spáni í lokaleik sínum á SheBelieves mótinu. Markmið Englands var að vinna tvo af þremur leikjum sínum og því þarf England að vinna í kvöld til að ná markmiði sínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner