Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. mars 2020 14:30
Elvar Geir Magnússon
Pirlo tekur við varaliði Juventus
Andrea Pirlo.
Andrea Pirlo.
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Andrea Pirlo muni taka við varaliði Juventus, U23 liðinu, frá og með næsta mánuði.

Þessi fótboltagoðsögn lagði skóna á hilluna 2017 eftir stutta dvöl hjá New York City í MLS-deildinni.

Pirlo flutti þá aftur til Ítalíu þar sem hann hefur verið að mennta sig í þjálfun.

Pirlo verður þjálfari U23 liðs Juventus sem spilar í ítölsku C-deildinni.

Pirlo spilaði með Juventus í fjögur ár, frá 2011-2015, og vann ítalska meistaratitilinn öll árin. Hann var í heimsmeistaraliði Ítalíu 2006.
Athugasemdir
banner
banner
banner