banner
   mið 11. mars 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Roma ferðast ekki til Sevilla
Fara ekki til Sevilla.
Fara ekki til Sevilla.
Mynd: Getty Images
Forráðamenn Roma hafa tilkynnt að liðið mæti ekki til leiks gegn Sevilla í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á morgun.

Vegna kórónuveirunnar hafa yfirvöld á Spáni bannað flugvél Roma að koma frá Ítalíu.

Ítalía er með flest kórónusmit fyir utan Kína en yfir 10 þúsund manns hafa smitast og landinu hefur verið lokað.

Keppni í Serie A hefur verið frestað til 3. apríl vegna kórónu veirunnar.

Spænska félagið Getafe hefur einnig neitað að ferðast í leik gegn Inter í Evrópudeildinni á morgun en sá leikur átti að fara fram í Milanó á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner