Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 11. mars 2020 09:30
Elvar Geir Magnússon
Sir Alex reynir að sannfæra Bellingham um að fara í Man Utd
Powerade
Jude Bellngham er spennandi leikmaður.
Jude Bellngham er spennandi leikmaður.
Mynd: Getty Images
Bukayo Saka
Bukayo Saka
Mynd: Getty Images
Það kennir ýmissa grasa í Powerade slúðurpakkanum að þessu sinni. Lacazette, Werner, Bellingham, Sidibe, Doku og fleiri koma við sögu. BBC tók saman.

Atletico Madrid hefur enn áhuga á að fá franska sóknarmanninn Alexandre Lacazette (28) frá Arsenal. (Mundo Deportivo)

Barcelona hefur sett þýska sóknarmanninn Timo Werner (24) hjá RB Leipzig númer tvö á óskalista sinn fyrir sumarið en Lautaro Martínez (22), sóknarmaður Inter og Argentínu, er númer eitt. (Mundo Deportivo)

Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United, er að reyna að hjálpa United að krækja í Jude Bellingham (16) frá Birmingham. Sir Alex hitti hann og foreldra hans þegar þau heimsóttu æfingasvæði United á mánudag. (Star)

Franski bakvörðurinn Djibril Sidibe (27) sem er á láni hjá Everton frá Mónakó segist vilja ganga alfarið í raðir Everton. (RMC Sport)

Liverpool vonast enn til að kaupa belgíska framherjann Jeremy Doku (17) frá Anderlecht en fyrri tilraun félagsins gekk ekki upp. (Het Nieuwsblad)

Michy Batshuay (26) gæti verið á leið frá Chelsea til Crystal Palace. Belgíski framherjinn vill fá meiri spiltíma. (Star)

UEFA íhugar að fresta EM 2020 um eitt ár vegna kórónaveirunnar. Nokkur knattspyrnusambönd hafa farið fram á það. (Tuttosport)

Arsenal er að reyna að gera langtímasamning við enska vængmanninn Bukayo Saka (18) en Manchester United hefur áhuga. (Express)

Arsenal hefur áhuga á miðverðinum Ben White (22) sem er hjá Leeds á láni frá Brighton. Liverpool, Manchester United og Leicester hafa einnig sýnt honum áhuga. (Sun)

Bournemouth, Norwich, Leeds og West Brom hafa áhuga á írska miðjumanninum Josh Cullen (23) hjá West Ham. (Mail)

Bakvörðurinn Ainsley Maitland-Niles (22) hefur verið skilinn eftir utan hóps vegna þess að hann hefur mætt oft of seint á æfingar á tímabilinu. (The Athletic)

Framtíð Dean Smith í stjórastól Aston Villa er í óvissu. Villa, sem er í fallsæti, á leik gegn Chelsea um helgina. (Telegraph)

Aston Villa íhugar að rifta lánssamningi Danny Drinkwater (30) frá Leicester eftir að hann lenti upp á kant við liðsfélaga sinn á æfingasvæðinu. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner