Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. mars 2020 15:00
Miðjan
Tómasi Inga blöskraði umfjöllunin og fór í Pepsi-mörkin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Ingi Tómasson er gestur Hafliða Breiðfjörð í Miðjunni á Fótbolta.net í þessari viku. Tómas Ingi vakti athygli sem álitsgjafi þegar Pepsi-mörkin byrjuðu í núverandi mynd á Stöð 2 Sport fyrir tíu árum. Tómas Ingi hafði áður verið óánægður með markaþætti í íslenska boltanum.

„Þegar ég kom frá Danmörku verð ég rosalega pirraður að horfa á fótboltaþættina hérna. 'Bang og mark' 'táskot í stöng' og hvað þetta allt heitir. Algjörir drasl þættir. Mér blöskraði," sagði Tómas Ingi.

„Einhverntímann var viðtal við Gaua Þórðar eftir markið skemmtilega upp á Skaga. Þegar þeir skoða eftir fair playið. Ég hringi í HIlmar Björnsson eftir þetta og segi honum að þetta sé óbjóðandi. Þetta voru bara mörkin og ekkert fjallað um eitt né neitt."

Hilmar fékk kjölfarið Tómas Inga og Magnús Gylfason sem álitsgjafa hjá Stöð 2 Sport.

„Himmi hringdi síðan í mig og spurði hvort ég væri klár. Það var eiginlega ekki hægt að fá betra par í okkur en mig og Magga Gylfa. Ég held að fyrsta seasonið í þessu hafi verið breakthrough í umfjöllun á Íslandi."

„Mér fannst á tímabili vera ákveðin stöðnun í þættinum og ekki lagt nógu mikið í þá. Þá hætti ég. Ég vil alltaf meira. Ég var líka þjálfari HK á þessum tíma. Eftir á er það ekki gott combo að vera að gagnrýna aðra þegar maður er sjálfur að þjálfa."


Hér að neðan má hlusta á viðtalið.
Miðjan - Tómas Ingi Tómasson fer yfir ferilinn
Athugasemdir
banner
banner
banner