Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. mars 2021 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Böddi greindist með Covid - „Þurfti að taka U-beygju á hraðbrautinni"
Mynd: Böðvar Böðvarsson
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Félagsskipti Böðvars Böðvarssonar frá pólska félaginu Jagiellonia til sænska félagsins Helsingborg voru staðfest í dag. FH-ingurinn rifti samningi sínum fyrir viku síðan í Póllandi og er genginn í raðir Helsingborg sem er í B-deildinni í Svíþjóð.

Vinstri bakvörðurinn hélt til Póllands fyrir þremur árum frá uppeldisfélaginu. Viðræður um riftun á samningi höfðu staðið í þónokkurn tíma áður en báðir aðilar náðu saman. Fótbolti.net heyrði í Bödda í kvöld.

Hver er pælingin á bakvið eins árs samning?

„Pælingin á bakvið það er að koma mér í gang eftir meiðsli og frystirinn (ekkert fengið að spila) sem ég er búinn að vera í á þessu ári“

Hvernig er standið á þér líkamlega núna, ertu alveg heill?

„Já, ég er búinn að æfa síðustu vikur með varaliðinu en það vantar aðeins upp á formið og sérstaklega leikformið en það ætti að vera fljótt að koma þegar ég loksins kem til Svíþjóðar.“

Hvenær lendiru í Helsingborg?

„Ég átti að fara í gær, var kominn hálfa leið til Varsjá, búinn að keyra í einn og hálfan tíma þegar ég fékk hringingu og mér tilkynnt að ég var með jákvætt úr covid-testi sem ég fór í um morguninn. Ég þurfti því að taka U-beygju á hraðbrautinni og henda mér til Bialystok aftur.“

Ertu þá í einangrun eða sóttkví núna?

„Já, ég er að vonast til að fá að taka annað test í byrjun næstu viku og um leið og ég fæ neikvætt úr testi þá get ég komið mér til Svíþjóðar.“

Það hlýtur að vera ágætis skellur að komast ekki strax til nýja félagsins?

„Já, ég var búinn að ráða manneskju til að þrífa íbúðina mína, ætlaði að skila henni vel af mér. Hún 'beilaði' um morguninn og ég endaði á því að vera í sex klukkutíma að þrífa og þurfti svo að koma hingað aftur. Það var skellur að vera búinn að pakka öllu, henda fullt af hlutum og gera allt klárt en svo varð ekkert úr því að ég fór. Ég fékk hringinguna tveimur klukkustundum fyrir brottför.“

Hvernig er með sóttkví í Svíþjóð?

„Svíinn er rólegur í þessu og því fór ég bara í testið um morguninn. Ég var ekki með nein einkenni eða neitt þannig og þurfti bara að skila frá mér neikvæðu testi á landamærunum í Dammörku og svo hefði ég tekið lest frá Kaupmannahöfn til Svíþjóðar. Ég þurfti bara neikvætt próf og það var það greinilega ekki,“ sagði Böddi.

Nánar var rætt við Bödda um skiptin og birtist það síðar hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner