Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. mars 2021 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Arsenal og Tottenham: Partey og Alli byrja
Mynd: Getty Images
Arsenal og Tottenham mæta bæði til leiks í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Arsenal heimsækir Olympiakos til Grikklands og hefur harma að hefna eftir að hafa verið slegið út af Grikkjunum í fyrra.

Mikel Arteta ætlar ekki að taka neina sénsa og mætir til leiks með öflugt byrjunarlið þar sem Pierre-Emerick Aubameyang leiðir sóknarlínuna.

Tottenham tekur á móti Dinamo Zagreb og hefur Jose Mourinho ákveðið að breyta einnig til í sínu byrjunarliði. Þar fær Dele Alli að spreyta sig í fjórða byrjunarliðsleiknum af síðustu sjö leikjum Tottenham.

Son Heung-min og Harry Kane byrja einnig inná ásamt Erik Lamela og Tanguy Ndombele. Gareth Bale, Lucas Moura og Pierre-Emile Höjbjerg eru meðal varamanna.

Arsenal: Leno, Bellerin, D. Luiz, Gabriel, Tierney, Xhaka, Partey, Saka, Ödegaard, Willian, Aubameyang
Varamenn: Ryan, Hein, Cedric, Chambers, Holding, Mari, Elneny, Ceballos, Smith Rowe, Pepe, Martinelli, Lacazette

Tottenham: Lloris, Aurier, Sanchez, Dier, Davies, Sissoko, Ndombele, Dele, Lamela, Son, Kane.
Varamenn: Hart, Whiteman, Reguilon, Tanganga, Doherty, Alderweireld, Höjbjerg, Winks, Bale, Bergwijn, Lucas, Vinicius
Athugasemdir
banner
banner
banner