Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. mars 2021 16:50
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Man Utd og Milan: Greenwood og James byrja
Mynd: Getty Images
Manchester United tekur á móti AC Milan í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar og hefst viðureignin rétt fyrir klukkan 18:00. Um er að ræða fyrri leik liðanna.

Eric Bailly og Alex Telles koma inn í varnarlínuna og senda Victor Lindelöf og Luke Shaw á bekkinn. Nemanja Matic byrjar þá á miðjunni í stað Fred og eru Daniel James og Mason Greenwood í sóknarlínunni ásamt Anthony Martial og Bruno Fernandes.

Varamannabekkur Rauðu djöflanna er ekki sérstakur en hinn efnilegi Amad Diallo gæti komið við sögu af bekknum. Marcus Rashford, Paul Pogba, David de Gea og Donny van de Beek eru á meiðslalistanum.

Milan hefur verið hikstandi að undanförnu eftir frábæran fyrri hluta tímabils. Stefano Pioli teflir fram sínu sterkasta byrjunarliði án þess að geta þó nýtt sér krafta leikmanna á borð við Zlatan Ibrahimovic, Hakan Calhanoglu, Ante Rebic, Alessio Romagnoli og Theo Hernandez sem eru allir fjarverandi.

Diogo Dalot, lánsmaður frá Man Utd, byrjar í vinstri bakverði hjá Milan og er Fikayo Tomori, að láni frá Chelsea, í hjarta varnarinnar.

Man Utd: Henderson, Wan-Bissaka, Maguire, Bailly, Telles, Matic, McTominay, Fernandes, James, Greenwood, Martial
Varamenn: Bishop, Grant, Lindelöf, Shaw, Tuanzebe, Williams, Fred, Amad, Shoretire

AC Milan: Donnarumma, Calabria, Tomori, Kjaer, Dalot, Krunic, Meite, Kessie, Saelemaekers, Leao, Diaz
Varamenn: Castillejo, Donnarumma, Gabbia, Kalulu, Tatarusanu, Tonali, Tonin

Leikir kvöldsins:
17:55 Ajax - Young Boys
17:55 Dynamo K. - Villarreal
17:55 Man Utd - Milan
17:55 Slavia Prag - Rangers
20:00 Roma - Shakhtar D
20:00 Tottenham - Dinamo Zagreb
20:00 Granada CF - Molde
20:00 Olympiakos - Arsenal
Athugasemdir
banner
banner
banner