Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. mars 2021 13:00
Elvar Geir Magnússon
Draumur Laporta að fá Haaland
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd: Getty Images
Diario AS segir að draumur Joan Laporta, forseta Barcelona, sé að fá norska sóknarmanninn Erling Haaland frá Borussia Dortmund.

Laporta á gott samband við Mino Raiola, umboðsmann Haaland, og ætlar að skoða möguleika á því að fá leikmanninn til Katalóníu.

Fjárhagsstaða Barcelona er hinsvegar ekki góð og ekki hjálpaði að liðið féll úr Meistaradeild Evrópu í gær. Liðið þarf hinsvegar að fá inn öflugan sóknarmann.

Auk þess að vilja fá Haaland þá hefur Laporta áhuga á David Alaba sem verður samningslaus hjá Bayern München í sumar.

Laporta var kjörinn forseti Barcelona á ný á dögunum en þegar hann var í forsetastólnum fyrst fékk hann leikmenn á borð við Ronaldinho og Samuel Eto’o.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner