Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 11. mars 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einn leikur í Meistaradeildinni: Enska stórliðið í góðri stöðu
Enska landsliðskonan Ellen White skoraði í fyrri leiknum fyrir Man City.
Enska landsliðskonan Ellen White skoraði í fyrri leiknum fyrir Man City.
Mynd: Getty Images
Það fer fram einn leikur í 16-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í dag, fimmtudag.

Það er seinni leikur Fiorentina og Manchester City. Leikurinn fer fram í Flórens á Ítalíu.

Enska stórliðið er í góðum málum eftir fyrri leikinn þar sem þær unnu 3-0 sigur á Englandi í síðustu viku. Þar skoruðu Lauren Hemp, Ellen White og Sam Mewis mörk City.

Þetta er næst síðasti leikurinn í 16-liða úrslitunum en þau klárast í næstu viku þegar PSG og Sparta Prag mætast í seinni leik sínum. Það er nánast hægt að bóka PSG áfram úr því einvígi þar sem staðan er 5-0 eftir fyrri leikinn.

Það eru sex einvígi búin og liðin sem eru komin áfram í 8-liða úrslit eru: Barcelona, Rosengård, Wolfsburg, Chelsea, Bayern München og Lyon.
Athugasemdir
banner