Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. mars 2021 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Elías Már verður samningslaus í sumar: Get spilað í betri deild
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn markaglaði Elías Már Ómarsson verður samningslaus í sumar og er að leita sér að nýju félagi.

Hann hefur raðað inn mörkunum með Excelsior í hollensku B-deildinni á tímabilinu og er kominn með 18 mörk í 26 deildarleikjum. Honum hefur þó ekki tekist að skora í síðustu sjö leikjum liðsins.

Elías Már telur sig geta spilað í betri deild heldur en hollensku B-deildinni. Hann býr ekki yfir mikilli reynslu úr efstu deild hollenska boltans en þar gerði hann 8 mörk í 25 leikjum á sínu fyrsta tímabili með Excelsior.

„Það var áhugi frá félögum í janúar en það var ekkert tilboð sem mér leist nógu vel á. Ég veit að ég get fengið góðan pening ef ég fer til Rússlands en ég vil frekar spila í Hollandi til að eiga möguleika á að taka stærra stökk í framtíðinni," sagði Elías í viðtali við Fotbollskanalen.

„Mér hefur liðið vel allt frá því að ég kom hingað. Ég kynntist samlanda mínum Mikael (Anderson) og við urðum fljótt afar góðir vinir, en hann spilar núna í Danmörku."

Elías er kominn með 18 mörk í 26 leikjum en hefur lent í markaþurrð að undanförnu. Hann lætur það ekki á sig fá.

„Fyrri hluti tímabilsins gekk mjög vel en mitt hlutverk er að skora mörk og gera mitt besta til að hjálpa liðinu. Samningurinn minn rennur út í sumar og ég vil taka næsta skref. Ég er einbeittur að því að gera mitt besta til að sanna að ég sé nógu góður til að spila í betri deild.

„Ég heyrði af áhuga frá félögum úr öllum heiminum, til dæmis frá Suður-Kóreu og Japan, en ég tók þeim tilboðum ekki alvarlega. Ég vonast til að fá góð tilboð í sumar. Ég er 26 ára gamall og þrái að spila í hærri gæðaflokki."

Athugasemdir
banner
banner
banner