Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. mars 2021 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Arsenal gerði þrjú í Grikklandi - Kane með tvennu
Gabriel skoraði og lagði upp í síðari hálfleik.
Gabriel skoraði og lagði upp í síðari hálfleik.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Arsenal og Tottenham fara vel af stað í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar og unnu bæði lið leiki sína í kvöld.

Arsenal heimsótti Olympiakos, sem sló liðið úr Evrópudeildinni í fyrra, og uppskar frábæran sigur sem setur liðið í mjög góða stöðu fyrir heimaleikinn.

Arsenal vann einnig fyrri leikinn á útivelli í fyrra en tapaði svo heimaleiknum 1-2. Í kvöld skoruðu lærisveinar Mikel Arteta þó þrjú mörk og gerði Martin Ödegaard fyrsta markið með glæsilegu bylmingsskoti.

Olympiakos náði ekki að skapa sér neitt nema þegar lærisveinar Arteta gáfu færi á sér með slöku spili úr vörninni. Varnarmenn Arsenal gerðu oft mistök og voru heppnir að þeim var aðeins einu sinni refsað, þegar Youseff El Arabi nýtti mistök Dani Ceballos til að gera jöfnunarmark Olympiakos á 58. mínútu.

Harry Kane gerði þá bæði mörk Tottenham í 2-0 sigri gegn Dinamo Zagreb. Kane var í byrjunarliðinu ásamt Son Heung-min en þeir voru báðir teknir útaf í síðari hálfleik. Kane lék fyrstu 84 mínúturnar.

Olympiakos 1 - 3 Arsenal
0-1 Martin Ödegaard ('34)
1-1 Youseff El Arabi ('58)
1-2 Gabriel Magalhaes ('79)
1-3 Mohamed Elneny ('85)

Tottenham 2 - 0 Dinamo Zagreb
1-0 Harry Kane ('25)
2-0 Harry Kane ('70)

AS Roma tók þá á móti Shakhtar Donetsk og vann þriggja marka sigur. Þar mætti Paulo Fonseca, þjálfari Roma, sínum fyrrum lærisveinum.

Shakhtar var meira með boltann en Rómverjar sköpuðu sér fleiri færi og verðskulduðu sigur.

Björn Bergmann Sigurðarson var þá í byrjunarliði Molde og spilaði fyrstu 74 mínúturnar í 2-0 tapi á útivelli gegn Granada. Hann var tekinn útaf í stöðunni 1-0, nokkrum mínútum eftir að liðsfélagi hans fékk rautt spjald.

Martin Ellingsen fékk tvö gul spjöld á skömmum tíma og voru Norðmennirnir í Molde því einum leikmanni færri síðustu 20 mínútur leiksins.

Molde átti merkilega góðan leik og fékk góð færi til að skora sem fóru forgörðum. Björn Bergmann og félagar eiga sér heljarinnar verk fyrir höndum eftir viku ætli þeir sér að komast í 8-liða úrslit.

AS Roma 3 - 0 Shakhtar Donetsk
1-0 Lorenzo Pellegrini ('23)
2-0 Stephan El Shaarawy ('73)
3-0 Gianluca Mancini ('77)

Granada 2 - 0 Molde
1-0 Jorge Molina ('26)
2-0 Roberto Soldado ('76)
Rautt spjald: Martin Ellingsen, Molde ('71)
Athugasemdir
banner
banner