Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. mars 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin í dag - Stórveldi mætast á Old Trafford
Kaka og Nemanja Vidic í viðureign AC Milan og Man Utd í undanúrslitum Meistaradeildarinnar 2007. Þessi lið mætast í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar þetta árið. AC Milan hafði betur í einvíginu 2007.
Kaka og Nemanja Vidic í viðureign AC Milan og Man Utd í undanúrslitum Meistaradeildarinnar 2007. Þessi lið mætast í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar þetta árið. AC Milan hafði betur í einvíginu 2007.
Mynd: Getty Images
Gleðilegan fimmtudaginn. Það er Evrópudeildardagur í dag og í kvöld hefjast 16-liða úrslitin.

Það er stórleikur á Old Trafford klukkan 17:55 þar sem heimamenn taka á móti AC Milan. Fyrir nokkrum árum síðan mættust þessi lið seint í Meistaradeildinni en í dag er það í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Zlatan Ibrahimovic verður ekki með Milan í leiknum vegna meiðsla en hann er auðvitað fyrrum leikmaður Man Utd.

Það eru fjórir leikir klukkan 17:55 og fjórir leikir klukkan 20:00. Tottenham mætir Dinamo Zagreb frá Króatíu, Arsenal á útileik við Olympiakos og norska liðið Molde heimsækir Granada á Spáni.

fimmtudagur 11. mars

EUROPA LEAGUE: 1/8 Final
17:55 Ajax - Young Boys
17:55 Dynamo K. - Villarreal
17:55 Man Utd - Milan (Stöð 2 Sport 3)
17:55 Slavia Prag - Rangers (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Roma - Shakhtar D
20:00 Tottenham - Dinamo Zagreb (Stöð 2 Sport 3)
20:00 Granada CF - Molde
20:00 Olympiakos - Arsenal (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner