Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. mars 2021 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færin sem Brighton hefur klúðrað
Mynd: Getty Images
Brighton hefur verið að spila góðan fótbolta á þessu tímabili en ekki verið að gera það sem skiptir máli, að ná í góð úrslit.

Brighton er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með jafnmörg stig og Fulham sem er í 18. sæti. Lærisveinar Graham Potter eiga þó leik til góða en þeir eru í stórhættu á að falla ef þeir fara ekki að nýta færin sín betur.

Brighton er búið að skora 27 mörk í 28 deildarleikjum á tímabilinu. Samkvæmt tölfræðinni ætti liðið hins vegar að vera búið að skora mun fleiri mörk.

Saga Brighton á tímabilinu hefur verið að liðið er með hærra XG í flestum leikjum sínum en nær ekki að nýta færi nægilega vel.

Til að skýra xG á einfaldan hátt, þá mælir það hversu líklegt það er að lið skori miðað við gæði marktækifæris. Þú getur fengið xG á bilinu 0-1 fyrir hvert færi sem þú færð, miðað við hversu líklegt er að þú skorir úr færinu.

The xG Philosophy á Twitter birtir myndband af færum sem Brighton hefur klúðrað á tímabilinu. Það myndband má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner