fim 11. mars 2021 12:00
Elvar Geir Magnússon
Ferdinand telur að Mbappe gæti farið til Liverpool
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Sparkspekingurinn Rio Ferdinand telur að Liverpool geti lokkað Kylian Mbappe til sín, jafnvel þó félagið verði mögulega ekki í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Mbappe er einn besti leikmaður heims en stöðugt er rætt um hvert næsta skref hans eftir PSG verði.

Ferdinand telur að leikstíll Liverpool sé heillandi fyrir Mbappe og spennandi fyrir hann að spila undir stjórn Jurgen Klopp.

„Ég tel mögulegt að Mbappe fari til Liverpool já. Ég tel að Mbappe horfi til þess hvernig Liverpool spilar og hver sé stjórinn. Menn vilja spila undir stjórn Klopp, þeir horfa til þeirra gæða sem Liverpool er með í hópnum," segir Ferdinand.

Mbappe hefur unnið allt í Frakklandi en á enn eftir að afreka það að vinna Meistaradeildina. PSG vill halda þessum 22 ára leikmanni en félagið þráir að vinna stærstu keppni Evrópu.

„Maður þarf að hugsa til langs tíma. Ég hef alltaf sagt að ég er ánægður hérna," sagði Mbappe þegar hann var spurður út í framtíð sína í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner