Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. mars 2021 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Jón Dagur áfram þrátt fyrir tap - Elmar ónotaður varamaður
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram í danska bikarnum í dag og kom einn Íslendingur við sögu.

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF sem tapaði óvænt á útivelli gegn C-deildarliðinu B.93. Það gerir þó lítið til í ljósi þess að AGF vann fyrri leikinn örugglega á útivelli.

Jón Dagur spilaði fyrsta klukkutímann og var svo skipt útaf fyrir Kevin Diks sem gerði jöfnunarmark Árósa.

Ísak Óli Ólafsson var þá ekki í leikmannahópi SönderjyskE sem vann auðveldan sigur gegn Fremad Amager.

B.93 2 - 1 AGF (3-4 samanlagt)
1-0 J. Erenbjerg ('4)
1-1 K. Diks ('80)
2-1 B. Lund ('92)

SönderjyskE 4 - 1 Fremad Amager (6-2 samanlagt)

Theódór Elmar Bjarnason var þá ónotaður varamaður er Lamia tók á móti AEL Larissa í gríska boltanum.

Elmar er leikmaður Lamia og sat á bekknum er liðsfélagarnir unnu 2-1 gegn Larissa.

Lamia er í fallbaráttunni, með 22 stig eftir 25 umferðir. Larissa vermir botnsætið með 16 stig.

Lamia 2 - 1 Larissa
1-0 D. Adejo ('34)
1-1 M. Epassy ('45, sjálfsmark)
2-1 M. Deletic ('88)
Athugasemdir
banner
banner
banner