fim 11. mars 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Koeman: Messi sér að framtíð Barcelona er björt
Lionel Messi og Ronald Koeman.
Lionel Messi og Ronald Koeman.
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman þjálfari Barcelona segir að framtíðin sé björt hjá liðinu og segist viss um að Lionel Messi sé sammála því.

Samningur Messi rennur út í júní og eftir að Barcelona gerði 1-1 jafntefli gegn PSG í gær, og féll úr leik í Meistaradeildinni, gæti sá argentínski hafa leikið sinn síðasta Evrópuleik fyrir Börsunga.

Koeman telur að Messi gæti sannfærst um að vera áfram hjá félaginu.

„Leo hefur séð það núna í nokkurn tíma að liðið er að taka framförum, það hafa verið gerðar breytingar og liðið er komið á rétta leið. Liðið er með unga leikmenn sem hafa mikil gæði og framtíðin er björt," segir Koeman.

„Leo getur ekki haft neinar efasemdir um framtíð liðsins. Við erum úr leik en það var margt jákvætt úr þessum seinni leik."

Messi skoraði glæsilegt mark í leiknum í gær en framtíð hans hefur mikið verið í umræðunni. PSG og Manchester City hafa verið orðuð við leikmanninn en nýr forseti Barcelona, Joan Laporta, segir það forgangsatriði að halda argentínska snillingnum á Nývangi.
Athugasemdir
banner
banner