Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. mars 2021 22:37
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho býst við að Kane spili gegn Arsenal
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho býst við að Harry Kane verði klár í slaginn fyrir úrvalsdeildarleik gegn Arsenal á sunnudaginn. Liðin mætast í hatrömmum fjandslag en Kane varð fyrir hnjaski í sigri Tottenham gegn Dinamo Zagreb fyrr í kvöld.

Kane skoraði bæði mörk Tottenham í 2-0 sigri áður en honum var skipt af velli á lokamínútunum. Mourinho var spurður út í meiðslin að leikslokum en býst ekki við að þau séu alvarleg.

„Þetta eru ekki alvarleg meiðsli hjá Harry. Hann vill ólmur spila á sunnudaginn og ég efast um að eitthvað lítið eins og þetta muni stöðva hann frá því að taka þátt. Ég hef ekki á tilfinningunni að þetta sé neitt alvarlegt," sagði Mourinho að leikslokum.

„Hann er að gera allt á vellinum, hann er ótrúlega mikilvægur. Hann skorar mörk, hann tengir spilið, hann skapar pláss, hann skapar færi og verst líka ótrúlega vel."

Kane spilaði 85 mínútur og var Mourinho spurður hvort það hefði ekki verið betra að taka hann fyrr út til að minnka meiðslahættuna.

„Ég hvíldi marga leikmenn í dag en við erum bara allt annað lið þegar Harry er á vellinum. Ég er samt mjög ánægður með framlag Carlos Vinicius."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner