Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. mars 2021 11:37
Elvar Geir Magnússon
Norsku deildinni frestað um mánuð vegna veirunnar
Björn Bergmann Sigurðarson er meðal Íslendinga í Noregi.
Björn Bergmann Sigurðarson er meðal Íslendinga í Noregi.
Mynd: Getty Images
Ákveðið hefur verið að fresta upphafi norska fótboltans um mánuð vegna Covid-19 ástandsins.

Efstu þrjár deildirnar í karla- og kvennaflokki eiga núna að fara af stað fyrstu helgina í maí.

Upplýsingafulltrúi norska knattspyrnusambandsins segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin vegna fjölgunar smita á vissum svæðum í Noregi.

Ríkisstjórn Noregs vill að fólk sé ekki að ferðast milli svæða og í ljósi þess ákvað knattspyrnusambandið að fresta upphafi fótboltans.

Fjölmargir íslenskir leikmenn spila í Noregi.
Athugasemdir
banner
banner