Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 11. mars 2021 09:25
Elvar Geir Magnússon
Ótímabært að bera Mbappe og Haaland saman við Messi og Ronaldo
Erling Haaland er ótrúlegur.
Erling Haaland er ótrúlegur.
Mynd: Getty Images
Owen Hargreaves segir ótímabært að tala um að Kylian Mbappe og Erling Haaland séu tilbúnir að taka við sviðinu af Lionel Messi og Cristiano Ronaldo sem tveir bestu leikmenn heims.

Mbappe og Haaland hafa hjálpað Paris Saint-Germain og Borussia Dortmund áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Ronaldo og Messi eru hinsvegar ekki lengur í keppninni þar sem Barcelona og Juventus féllu úr leik.

Sumir hafa talað um þetta sem kaflaskil en Hargreaves er ekki sammála því og segir ekki tímabært að setja leikmennina ungu í sama flokk og hina.

„Það neitar því enginn að Mbappe og Haaland eru tveir af bestu ungu leikmönnum heims, tölurnar ljúga ekki. En Ronaldo og Messi hafa gert þetta í fimmtán ár," segir Hargreaves.

„Það er ekki hægt að bera þá saman fyrr en ungu leikmennirnir hafa gert þetta í fimm ár í röð. Þeir eru að gera betur núna en Ronaldo er í frekar slöku Juventus liði og Messi í frekar slöku Barcelona liði, eitthvað sem við höfum ekki séð áður."

Dregið verður í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar á morgun og þá er möguleiki á því að Mbappe og Haaland dragist gegn hvor öðrum.
Mun Víkingur stinga af í Bestu deildinni?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner