Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 11. mars 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Síðasta tímabil Aguero með Man City?
Verið í tíu ár hjá Man City.
Verið í tíu ár hjá Man City.
Mynd: Getty Images
Óvíst er hvort að Manchester City muni framlengja samning argentíska sóknarmannsins Sergio Aguero hjá félaginu.

Aguero, markahæsti leikmaður í sögu City, hefur verið mikið meiddur á þessari leiktíð og þar á milli þurft að verma varamannabekkinn. Aguero, sem er 32 ára, var einnig með kórónuveiruna fyrr á tímabilinu og það hefur haft mikil áhrif á hann.

Hann hefur aðeins byrjað þrjá deildarleiki á tímabilinu og þetta gæti verið hans síðasta tímabili hjá City eftir tíu ár hjá félaginu.

„Við verðum að sjá hvað gerist í lok tímabilsins. Við getum ekki gleymt því hvað hann er búinn að vera mikið frá. Núna erum við að ná honum betri," sagði Pep Guardiola og talaði hann um að það yrði rætt við Aguero og umboðsmenn hans að tímabilinu loknu.

Man City er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner