fim 11. mars 2021 13:05
Elvar Geir Magnússon
Snúa Hummels og Müller aftur gegn Íslandi?
Thomas Müller.
Thomas Müller.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Eftir tveggja ára fjarveru frá þýska landsliðinu gætu þeir Mats Hummels og Thomas Müller snúið aftur í þýska landsliðshópinn.

Kicker greinir frá því að landsliðsþjálfarinn Joachim Löw ætli sér að nota þessa reynslumiklu leikmenn að nýju.

Eftir HM 2018 í Rússlandi var gefið út að eldri leikmenn Þýskalands væru búnir að spila sinn síðasta landsleik undir stjórn Löw. Ákvörðun sem hefur verið ákaflega umdeild.

Hummels er 32 ára varnarmaður Borussia Dortmund en Müller er 31 árs sóknarmiðjumaður sem hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Bayern München.

Löw hefur sjálfur tilkynnt að hann muni hætta þjálfun þýska landsliðsins eftir EM í sumar.

Undankeppni HM hefst seinna í þessum mánuði en Ísland hefur keppni á þremur útileikjum, fyrst gegn Þýskalandi.

FIMMTUDAGUR 25. MARS
19:45 Þýskaland - Ísland

SUNNUDAGUR 28. MARS
16:00 Armenía - Ísland

MIÐVIKUDAGUR 31. MARS
18:45 Liechtenstein - Ísland
Athugasemdir
banner
banner