Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 11. apríl 2019 11:57
Elvar Geir Magnússon
Eiður Smári: Lífið komið núna í röð og reglu
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen verður í teyminu í kringum enska boltann hjá Símanum á en úrvalsdeildin færist þangað frá og með næsta tímabili.

Þetta var kynnt á fréttamannafundi í morgun.

Margrét Lára Viðarsdóttir, Bjarni Þór Viðarsson og Logi Bergmann Eiðsson verða einnig í teyminu en ritstjóri er Tómas Þór Þórðarson.

„Ég held að þetta verði skemmtilegt. Við erum enn að raða upp hugmyndum um hvernig við getum skemmt fólki sem mest næsta vetur. Auðvitað er þetta stærsta deild í heimi og ég er virkilega spenntur," segir Eiður.

Eins og flestir vita er hann einnig aðstoðarþjálfari U21-landsliði Íslands.

„Það leið aðeins of langur tími eftir ferilinn að koma lífinu í röð og reglu. Það hefur verið mikið flakk á mér og ég hef tekið að mér hin og þessi verkefni. Loksins er ég kominn í starf sem hefur meiri röð og reglu. Þetta er það sem ég ætla að gera á næstu árum og nú verð ég ekki lengur í ferðatösku," segir Eiður.

Eið þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum enda átt magnaðan feril með Chelsea, Barcelona, íslenska landsliðinu og fleiri liðum. Hann hyggst nýta sambönd sín í starfinu fyrir símann.

„Við verðum bæði í stúdíói á Íslandi og verðum úti. Ég hugsa um að ég muni eitthvað nýta mín sambönd úti og vonandi getum við gert eitthvað skemmtilegt úr því."

Sjáðu viðtalið við Eið í heild sinni hér að ofan en þar ræðir hann meðal annars um enska boltann og baráttuna sem er í gangi þar.
Athugasemdir
banner
banner