Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 11. apríl 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Þrjú Inkasso-lið mæta til leiks
Grótta mætir Álftanesi.
Grótta mætir Álftanesi.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mjólkurbikar karla hófst í gær og heldur hann áfram að rúlla í dag.

Í dag eru meðal annars þrjú lið úr Inkasso-deildinni í eldlínunni. Fram mætir GG úr 4. deild og Afturelding spilar við Létti, einnig úr 4. deild, á heimavelli. Grótta, sem leikur undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar, mætir Álftanesi.

Hér að neðan má sjá alla leiki dagsins í Mjólkurbikar karla.

Mjólkurbikar kvenna hefst 3. maí, sama dag og dregið verður í 16-liða úrslitin karlamegin, og að loknum fyrstu tveimur umferðum Mjólkurbikars kvenna verður dregið í 16-liða úrslit þann 17. maí.

fimmtudagur 11. apríl

Mjólkurbikar karla
19:00 Elliði-Álafoss (Fylkisvöllur)
19:00 Afturelding-Léttir (Varmárvöllur - gervigras)
19:00 ÍR-SR (Hertz völlurinn)
19:00 Ýmir-Afríka (Kórinn - Gervigras)
19:00 Grótta-Álftanes (Vivaldivöllurinn)
19:00 Fram-GG (Framvöllur)
Athugasemdir
banner
banner