banner
   fim 11. apríl 2019 17:26
Arnar Helgi Magnússon
Lewandowski og Coman létu hnefana tala á æfingu
Mynd: Getty Images
Það sauð upp úr á æfingu Bayern Munchen í morgun. Þeir Robert Lewandowski og Coman slógust og þurftu aðrir leikmenn liðsins að stía þá í sundur.

Samkvæmt þýskum fjölmiðlum byrjuðu slagsmálin eftir að Lewandowski lét Coman heyra það og sagði að hann væri ekki að taka æfingunni alvarlega.

Það hefur farið illa í Coman sem átti fyrsta höggið í andlitið á Lewandowski. Pólverjinn svaraði með höggi áður en að Niklas Sule og Jerome Boateng rifu þá í sundur.

Niko Kovac leyfði báðum aðilum að klára æfinguna sem að vakti mikla furðu á meðal annara leikmanna, að sögn þýskra fjölmiðla.

Bayern er nú að undirbúa sig fyrir leik gegn Fortuna Dusseldorf en liðið situr á toppi þýsku deildarinnar með eins stigs forskot á Dortmund.
Athugasemdir
banner
banner
banner