Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 11. apríl 2019 21:07
Arnar Helgi Magnússon
Mjólkurbikarinn: Inkasso-liðin öll áfram - Fram marði GG
Pétur Theódór var á skotskónum í kvöld.
Pétur Theódór var á skotskónum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Orri gerði mark GG.
Orri gerði mark GG.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
Andri gerði fyrsta mark Aftureldingar
Andri gerði fyrsta mark Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sex leikir voru á dagskrá í Mjólkurbikarnum í kvöld. Þrjú lið úr Inkasso-deildinni voru í eldlínunni og komust þau öll áfram í næstu umferð.

Afturelding fékk 4. deildarlið Léttis í heimsókn í Mosfellsbæinn. Það tók heimamenn rúman stundarfjórðung að ná forystunni en það gerði Andri Freyr Jónasson.

Róbert Orri Þorkelsson bætti við öðru marki rétt áður en flautað var til hálfleiks. Hlynur Magnússon, Georg Bjarnason, Alexander Aron og Valgeir Árni bættu allir við marki í síðari hálfleik og lokatölur í Mosfellsbæ 6-0.

Fram tók á móti 4. deilarliði GG en Fram var komið í 2-0 eftir rúmar tuttugu mínútur. Þannig var staðan þar til á 66. mínútu en þá minnkaði Orri Freyr Hjaltalín muninn og staðan orðin 2-1. Lengra komst GG ekki og því Fram sem að kemst áfram í 2. umferð.

Grótta og Álftanes mættust á Seltjarnanesi og það var ljóst nokkuð snemma hvar sigurinn myndi enda en Pétur Theódór var búinn að koma liðinu í 2-0 eftir tíu mínútur. Staðan í hálfleik var 3-0. Upphafsmínúturnar í síðari hálfleik voru ótrúlegar en það komu fjögur mörk á jafn mörgum mínútum. Lokatölur 8-2, Gróttu í vil.

ÍR var ekki í vandræðum með SR og það sama má segja um Ými en Afríka reyndist engin fyrirstaða fyrir Ýmismenn. Loks vann Elliði 8-1 sigur á Álafoss.

ÍR 5 - 0 SR
1-0 Aron Gauti Magnússon ('23)
2-0 Már Viðarsson ('39)
3-0 Ágúst Freyr Hallsson ('56)
4-0 Facundo Ricardo Scurti ('79)
5-0 Facundo Ricardo Scurti ('85)

Ýmir 6 - 1 Afríka
1-0 Arnór Brynjarsson ('6)
2-0 Birgir Magnússon ('22)
3-0 Birgir Magnússon, víti ('29)
4-0 Hörður Magnússon ('39)
5-0 Hörður Magnússon ('45)
6-0 Davíð Magnússon('75)
6-1 Ismail Anbari ('81)

Grótta 8 - 2 Álftanes
1-0 Pétur Theódór Árnason ('3)
2-0 Pétur Theódór Árnason ('10)
3-0 Pétur Theódór Árnason ('42)
3-1 ('51)
4-1 Pétur Theódór Árnason ('52)
5-1 Valtýr Már Michaelsson('53)
5-2 ('54)
6-2 Sölvi Björnsson ('62)
7-2 Sölvi Björnsson ('69)
8-2 Björn Axel Guðjónsson ('81)

Fram 2 - 1 GG
1-0 Helgi Guðjónsson ('17)
2-0 Jökull Steinn Ólafsson ('21)
2-1 Orri Freyr Hjaltalín ('66)

Elliði 8 - 1 Álafoss
1-0 Pétur Óskarsson ('10)
2-0 Óðinn Arnarson ('28)
3-0 Snorri Geir Ríkharðsson ('32)
4-0 Daníel Ingi Gunnarsson ('56)
5-0 Sigurður Jóhann Einarsson ('67)
6-0 Pétur Óskarsson ('80)
6-1 Kristófer Máni Friðriksson, sjálfsmark ('87 )
7-1 Gylfi Tryggvason ('90)
8-1 Guðni Rúnar Ólafsson ('90)

Afturelding 6 - 0 Léttir
1-0 Andri Freyr Jónasson ('17)
2-0 Róbert Orri Þorkelsson ('45)
3-0 Hlynur Magnússon ('48)
4-0 Georg Bjarnason ('62)
5-0 Alexander Aron Davorsson ('65)
6-0 Valgeir Árni Svansson ('84)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner