Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 11. apríl 2019 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho vill til Þýskalands en vonar að Kovac fái tíma
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Niko Kovac.
Niko Kovac.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho hefur greint frá því að hann sé til í að taka við liði í þýsku úrvalsdeildinni.

Hinn 56 ára gamli Mourinho stýrði síðast Manchester United, en var rekinn þaðan í desember síðastliðnum.

Hann er einn sigursælasti stjóri sem uppi hefur verið. Áður en hann stýrði United var hann stjóri hjá stórliðum á borð við Inter, Real Madrid og Chelsea. Hann hefur unnið Meistaradeildina tvisvar, með Inter og Porto.

Mourinho stefnir á að snúa aftur í sumar og kveðst hann vera spenntur fyrir þýsku úrvalsdeildinni, deild sem hann hefur aldrei áður unnið í.

„Þýska úrvalsdeildin er spennandi keppni fyrir mig, liðin um miðja deild eru alltaf að bæta sig," sagði Mourinho við þýska tímaritið Bild."

„Fullir leikvangar, gott skipulag, góðar leikaðferðir í mörgum liðum - Bundesligan er mjög spennandi."

Mourinho var þá spurður hvort Bayern München væri möguleiki.

„Auðvitað er Bayern risi, en ég vona svo sannarlega að Niko (Kovac) haldi starfi sínu vegna þess að hann hefur lagt mikið á sig til þess að komast á þennan stað."

Bayern er á toppnum í Þýskalandi, stigi á undan Dortmund þegar sex umferðir eru eftir.

Stigatöfluna í deildinni má sjá hér að neðan.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 30 25 5 0 75 20 +55 80
2 Bayern 30 21 3 6 87 37 +50 66
3 Stuttgart 30 20 3 7 68 36 +32 63
4 RB Leipzig 30 18 5 7 69 34 +35 59
5 Dortmund 30 16 9 5 58 35 +23 57
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Freiburg 30 11 7 12 42 53 -11 40
8 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
9 Hoffenheim 30 11 6 13 53 60 -7 39
10 Heidenheim 30 8 10 12 43 52 -9 34
11 Werder 30 9 7 14 38 50 -12 34
12 Gladbach 30 7 10 13 53 60 -7 31
13 Wolfsburg 30 8 7 15 35 50 -15 31
14 Union Berlin 30 8 5 17 26 50 -24 29
15 Mainz 30 5 12 13 31 48 -17 27
16 Bochum 30 5 12 13 34 60 -26 27
17 Köln 30 4 10 16 23 53 -30 22
18 Darmstadt 30 3 8 19 30 72 -42 17
Athugasemdir
banner
banner
banner