Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. apríl 2019 13:19
Elvar Geir Magnússon
Mun Man Utd gera Koulibaly að dýrasta varnarmanni heims?
Senegalinn Koulibaly á Old Trafford?
Senegalinn Koulibaly á Old Trafford?
Mynd: Getty Images
Nokkrir fjölmiðlar á Ítalíu segja að Manchester United sé tilbúið að gera miðvörðinn Kalidou Koulibaly að dýrasta varnarmanni sögunnar.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, veit að hann þarf að hrista upp í varnarleiknum ef hann ætlar að ná Manchester United aftur á toppinn í enska og evrópska fótboltanum.

United hefur lengi verið orðað við Koulibaly hjá Napoli og einnig við Toby Alderweireld hjá Tottenham.

Sagt er að United hafi gert 90 milljóna punda tilboð í hinn 27 ára Koulibaly. Virgil van Dijk hjá Liverpool er dýrasti varnarmaður heims í dag en Liverpool borgaði 75 milljónir punda fyrir þjónustu hans.

Aurelio de Laurentiis, forseti Napoli, viðurkenndi fyrr á tímabilinu að hann hefði hafnað stóru tilboði í Koulibaly síðasta sumar.

Koulibaly, sem er senegalskur, sagði nýlega að hann væri stoltur af áhuga annarra liða en hann einbeiti sér að því að sýna á vellinum að hann sé í hæsta styrkleikaflokki.

Þá segir The Sun að United sé tilbúið að virkja 25 milljóna punda riftunarákvæði í samningi Alderweireld við Tottenham.

United er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tapaði 0-1 fyrir Barcelona í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner