Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. apríl 2019 16:30
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo kominn með 125 Meistaradeildarmörk
Ronaldo skoraði í gær.
Ronaldo skoraði í gær.
Mynd: Getty Images
Juventus náði ekki fram sínum besta leik gegn Ajax en enn og aftur gerði Cristiano Ronaldo gæfumuninn. Liðin skildu jöfn í Hollandi 1-1 í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Ronaldo kom Juve yfir í leiknum með flugskalla og er kominn með 125 mörk í 161 leik í keppninni.

Hann er núna sautján mörkum á undan Lionel Messi, sínum helsta keppinauti. Messi er tæplega þremur árum yngri.

Ronaldo er 34 ára og lék sinn fyrsta Meistaradeildarleik árið 2003, fyrir Manchester United. Hann skoraði þó ekki í keppninni fyrr en 10. apríl þegar hann gerði tvö mörk í 7-1 sigri gegn Roma.

Hann er fyrsti leikmaðurinn sem nær að skora 125 mörk í keppninni.

„Ronaldo sýndi að hann er í sérflokki. Tímasetningar hans og hreyfingar eru öðruvísi en hjá nokkrum öðrum" sagði Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, eftir leik í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner