Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. apríl 2019 13:01
Arnar Daði Arnarsson
Spænskur leikmaður á reynslu hjá Þór
Þórsarar eru í leit að styrkingu.
Þórsarar eru í leit að styrkingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór Akureyri er þessa stundina í æfingaferð í Campoamor á Spáni í lokaundirbúningi sínum fyrir Inkasso-deildina sem framundan er. Deildin hefst í byrjun maí.

Í æfingaferðinni eru Þórsarar með spænskan leikmann á reynslu hjá sér. Sá leikmaður heitir Gianni DeLorenzo og er 29 ára kantmaður.

Gianno DeLorenzo lék í nokkur ár með leikmanni Þórs, Alvaro Montejo Calleja.

„Hann er búinn að standa sig mjög vel þessa daga sem hann hefur verið með okkur. Hann er flottur spilari og góður drengur," sagði Óðinn Svan Óðinsson formaður knattspyrnudeildar Þórs sem hann er einmitt úti með liðinu í æfingaferðinni.

Fyrsti leikur Þórs í Inkasso-deildinni er á heimavelli gegn nýliðum Aftureldingu laugardaginn 4.maí.
Athugasemdir
banner
banner