Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 11. apríl 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að Tottenham geti fyllt í skarð Harry Kane
Kane liggur eftir.
Kane liggur eftir.
Mynd: Getty Images
Harry Kane, sóknarmaður Tottenham, fór meiddur af velli eftir viðskipti við Fabian Delph í leik Tottenham og Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudag.

Kane varð fyrir ökklameiðslum og útlit er fyrir að hann missi af lokaspretti tímabilsins.

Þrátt fyrir að hafa misst Kane af velli náði Tottenham að vinna leikinn 1-0 og Harry Winks, miðjumaður liðsins, telur að Tottenham geti spjarað sig án sóknarmannsins öfluga.

Son Heung-min skoraði sigurmarkið gegn City og Winks hefur trú á Suður-Kóreumanninum.

„Hann hefur gert þetta allt tímabilið. Hann hefur skorað mörk með og án Harry í liðinu," sagði Winks.

„Við vitum hversu mikilvægur Harry er fyrir okkur. Vonandi er þetta ekki alvarlegt. En við erum með frábæra leikmenn sem geta stigið upp og fyllt í skarðið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner