Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. apríl 2019 09:36
Elvar Geir Magnússon
Tjáir sig loks eftir að hafa orðið fyrir heilaskaða
Sean Cox.
Sean Cox.
Mynd: Skjáskot
Sean Cox, stuðningsmaður Liverpool, hefur tjáð sig opinberlega í fyrsta sinn síðan hann hlaut alvarlegan heilaskaða í árás frá stuðningsmanni Roma fyrir utan Anfield.

Cox er 54 ára og var í lífshættu eftir árásina sem átti sér stað fyrir ári síðan.

Nú hefur verið birt myndband þar sem Cox sést segja 'takk' um leið og hann lyftir þumlinum upp.

Simone Mastrelli, stuðningsmaður Roma, var í febrúar dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir líkamsárásina á Cox. Hinn þrítugi Mastrelli viðurkenndi að hafa valdið Cox líkamlegu tjóni í árásinni.

Cox, sem er þriggja barna faðir, á í dag vandræðum með að tala eða láta vita af þörfum sínum.

Á föstudaginn verður haldinn styrktarleikur fyrir Cox og fjölskyldu hans í Dublin. Búist er við um 25 þúsund áhorfendum. Goðsagnalið Liverpool, sem Sir Kenny Dalglish mun þjálfa, mætir þar írsku goðsagnaliði. Ian Rush og Robbie Keane verða fyrirliðar í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner