fim 11. apríl 2019 18:56
Arnar Helgi Magnússon
Tottenham staðfestir alvarleg meiðsli Kane - Alli með brákað bein
Mynd: Getty Images
Tottenham gaf frá sér yfirlýsingu nú í kvöld þar sem að félagið staðfesti að meiðsli Harry Kane væru alvarleg.

Enski framherjinn þurfti að fara af velli eftir samstuð við landa sinn, Fabian Delph í leiknum gegn Manchester City í vikunni. Eftir leikinn sagði Mauricio Pochettini, stjóri Tottenham, að framherjinn yrði líklega frá út tímabilið.

Rannsóknir hafa leitt í ljós að liðbönd í vinstri ökkla Kane séu sködduð. Það kemur þó ekkert fram hversu lengi Kane verður frá en það verður að telja ansi líklegt að tímabilið sé búið.

Hann mun gangast undir frekari myndatökur og skoðanir á næstu vikum.

Félagið staðfesti einnig að Dele Alli sé með brákað bein í handlegg eftir leikinn og óvíst er með þáttöku hans gegn Huddersfield um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner