fim 11. apríl 2019 17:00
Elvar Geir Magnússon
Tvö rosalega ólík lið
Pólski markvörðurinn Wojciech Szczesny.
Pólski markvörðurinn Wojciech Szczesny.
Mynd: Getty Images
Wojciech Szczesny, markvörður Juventus, segir að tvö gríðarlega ólík lið hafi mæst í Meistaradeildinni í gær.

Ajax og Juventus skildu jöfn 1-1 í Hollandi í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Við hefðum klárlega getað komið í veg fyrir jöfnunarmarkið. Okkur skorti einbeitingu og markið þeirra var laglegt. Þetta var svekkjandi en við spiluðum vel, vorum öflugir varnarlega og reyndum að særa þá með skyndisóknum. Nú þurfum við að fara til Tórínó og sækja sigur," segir Szczesny.

„Það eru mikil gæði í Ajax og þeir spila með mikilli ákefð. Það versta sem þú getur gert gegn liði eins og Ajax er að gefa þeim svæði. Ajax og Juventus eru mjög ólík lið."

Cristiano Ronaldo kom Juve yfir í gær en Ajax skoraði jöfnunarmarkið í upphafi seinni hálfleiks. Seinni viðureignin verður í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner