banner
   fim 11. apríl 2019 14:01
Elvar Geir Magnússon
U17 landsliðsmenn æfa með Norrköping
Jón Gísli Eyland Gíslason.
Jón Gísli Eyland Gíslason.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
U17 landsliðsmennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmenn ÍA, munu um næstu helgi fara til Norrköping í Svíþjóð til reynslu.

Þetta kemur fram á vef Skagafrétta.

Jón Gísli er 17 ára og gekk í raðir ÍA frá Tindastóli fyrr á þessu ári en hann lék með liðinu í 2. deild í fyrra.

Hákon Arnar er fæddur árið 2003 en hann fagnaði 16 ára afmæli sínu í gær. Hann lýkur við grunnskólanám í vor í Grundaskóla.

„Ég vonast til þess að fá einhver tækifæri með ÍA liðinu í sumar. Markmiðið er að komast í leikmannahópinn og nýta þau tækifæri sem ég fæ. Ef ég skora þá ætla ég að fagna eins og Mbappe," sagði Hákon við Skagafréttir en viðtalið má sjá hér að neðan.

Hákon og Jón Gísli eru leikmenn U17 landsliðsins sem leikur bráðlega í lokakeppni EM.

Með IFK Norrköping leika tveir fyrrum liðsfélagar Hákons, þeir Oliver Stefánsson og Ísak Bergmann Jóhannesson.


Athugasemdir
banner
banner
banner