David Moyes, fyrrum stjóri Manchester United, er staddur á Íslandi en hann er með fyrirlestra á ráðstefnunni í Hörpu. David var í viðtali við Fótbolta.net um morgun en þar ræddi hann meðal annars um Alfreð Finnbogason.
Alfreð lék undir stjórn Moyes hjá Real Sociedad tímabilið 2014/2015 en átti ekki fast sæti í liðinu. Moyes ber Alfreð söguna vel.
Alfreð lék undir stjórn Moyes hjá Real Sociedad tímabilið 2014/2015 en átti ekki fast sæti í liðinu. Moyes ber Alfreð söguna vel.
„Alfreð er frábær náungi og frábær atvinnumaður. Hann er topp strákur. Þetta var erfitt fyrir mig hjá Real Sociedad og þetta var líka erfitt fyrir Alfreð," sagði Moyes.
„Alfreð er góður markaskorari. Hann veit hvernig á að skora. Hann er að njóta sín í Þýskalandi núna. Þetta gekk ekki hjá honum á Spáni á sínum tíma."
Moyes segir erfitt að segja hvort að leikstíllinn á Spáni hafi ekki hentað Alfreð.
„Ég myndi ekki segja það beint. Stundum passar þú inn á ákveðnum tíma og Alfreð passaði ekki inn á þessum tíma. Hann hefur skorað mikið af mörkum í Hollandi og Þýskalandi. Stundum finnur þú stað sem passar betur fyrir þig."
Smelltu hér til að sjá allt viðtalið við Moyes
Athugasemdir