Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 11. maí 2018 14:03
Magnús Már Einarsson
Tengdapabbi Ögmundar spurði þjálfara út í landsliðsvalið
Icelandair
Steinar tók til máls á fundinum í dag.
Steinar tók til máls á fundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áhugaverð uppákoma átti sér stað á fréttamannafundi þegar landsliðshópurinn fyrir HM var tilkynntur á fréttmannafundi á Laugardalsvelli í dag.

Þegar fjölmiðlar fengu að spyrja spurninga eftir valið tók maður að nafni Steinar til máls og þjarmaði að landsliðsþjálfurunum varðandi val á markvörðum í hópnum.

Hannes Þór Halldórsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Frederik Schram
voru valdir í HM hópinn í dag
en þeir Ingvar Jónsson og Ögmundur Kristinsson, sem fóru á EM 2016, voru ekki valdir.

Steinar ku vera tengdapabbi Ögmundar og hann þjarmaði að þjálfarateyminu og krafðist skýringu á vali á markvörðum í hópinn.

Steinar lét í sér heyra og sagði við þjálfarateymið að þeir hafi látið í ljós eftir vináttuleikina í Bandaríkjunum í mars að þeir hefðu verið óánægðir með Rúnar Alex og Frederik sem spiluðu þar. Hann krafðist síðan svara á vali á markvörðunum.

„Var valið faglegt eða var það bara tekið úr fjölmiðlunum?" sagði Steinar meðal annars.

Þegar Heimir spurði frá hvaða fjölmiðli Steinar væri þá sagðist hann vera frá sjálfum sér.

Uppákoman vakti mikla athygli eins og sjá má á Twitter umræðunni hér að neðan.













Athugasemdir
banner
banner
banner
banner