Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 11. maí 2020 16:25
Elvar Geir Magnússon
Barcelona hefur áhuga á Pjanic
Miralem Pjanic, leikmaður Juventus.
Miralem Pjanic, leikmaður Juventus.
Mynd: Getty Images
ESPN segir að Miralem Pjanic, miðjumaður Juventus, sé á óskalista Barcelona.

Spánarmeistararnir vilja krækja í þennan þrítuga Bosníumann en sagt er að Juventus vilji aðeins hlusta á tilboð um leikmannaskipti.

Þessi frétt passar við svipaða frétt sem Gazzetta dello Sport var með á dögunum en þar var sagt að Ítalíumeistararnir vildu fá Arthur Melo en ekki væri víst að leikmaðurinn væri áhugasamur um þau skipti.

Arthur er samingsbundinn Barcelona til sumarsins 2024. Aðrir leikmenn sem Juventus gætu verið til í skiptum eru Arturo Vidal eða Ivan Rakitic.

Sagt er að það séu bara örfáir leikmenn í hópi Barcelona sem félagið er ákveðið í að verði ekki seldir. Þar á meðal eru Lionel Messi, Marc Andre Ter-Stegen og Frenkie de Jong.
Athugasemdir
banner
banner
banner