Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. maí 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Inter og Juventus hafa engan áhuga á Kurzawa
Layvin Kurzawa
Layvin Kurzawa
Mynd: Getty Images
Ítölsku félögin Inter og Juventus hafa engan áhuga á því að fá franska vinstri bakvörðinn Layvin Kurzawa frá Paris Saint-Germain.

Kurzawa, sem er 27 ára gamall, verður samningslaus eftir tímabilið en hann hafnaði því að gera nýjan samning við franska stórliðið.

Umboðsmaður Kurzawa hefur boðið félögum á borð við Arsenal, Manchester United, Inter, Juventus og Newcastle að fá leikmanninn en ítölsku félögin hafa engan áhuga á að fá hann.

Kurzawa vill fá 6 milljónir evra í árslaun og fimm ára samning, eitthvað sem ítölsku félögin hafa ekki áhuga á þrátt fyrir að þurfa ekki að borga kaupverð.

Juventus hafði áhuga á Kurzawa í janúar en félagið vildi skipta á honum og Mattia De Sciglio en það gekk ekki eftir. Þá passar Kurzawa ekki inn í hugmyndafræði Antonio Conte hjá Inter.
Athugasemdir
banner
banner