Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 11. maí 2020 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Lehmann tekur við stöðu Klinsmann hjá Herthu Berlín
Mynd: Getty Images
Jens Lehmann, fyrrum markvörður Arsenal og þýska landsliðsins, var í gær ráðinn í stjórnarstöðu hjá þýska félaginu Herthu Berlín en hann tekur við stöðunni af Jürgen Klinsmann.

Klinsmann, sem var sérstakur ráðgjafi hjá Berlínarliðinu, ákvað að taka tímabundið við liðinu í nóvember en sagði svo upp störfum 76 dögum síðar.

Það fór illa í eigendur félagsins og hefur hann því misst stöðu sína í stjórn félagsins.

Lehmann tekur við stöðunni af honum en hann er afar spenntur fyrir nýja verkefninu.

Hertha Berlín mætir Hoffenheim í þýsku deildinni næstu helgi en þýska deildin er fyrsta stóra deildin sem fer af stað eftir kórónaveirufaraldurinn.
Athugasemdir
banner
banner