Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 11. maí 2020 17:30
Fótbolti.net
„Lét Mækarann pakka mér saman 8-0"
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur.
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur.
Mynd: Hulda Margrét
Mikael Nikulásson tók við Njarðvíkingum í vetur eftir að hafa ekki þjálfað í tíu ár og stýrir þeim í 2. deild í sumar. Ráðning Mikaels var til umræðu í Ástríðunni, hlaðvarpsþætti um neðri deildirnar.

Mikael hefur vakið mikla athygli sem sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Óskar Smári Haraldsson, sérfræðingur í Ástríðunni, var efins um ráðninguna til að byrja með en segist í dag vera viss um að þetta hafi verið fín lausn fyrir Njarðvík.

„Ég vissi ekkert hvernig þjálfari Mikael er. Eftir að hafa fengið smá upplýsingar, rætt við leikmenn liðsins og þá sem eru í kringum þetta, þá held ég að þetta verði í lagi. Ég held hann eigi eftir að gera fína hluti," segir Óskar Smári.

„Það er rosa sterkt að fá Marc McAusland í aðstoðarþjálfarann. Það var mjög klókt move."

Baldvin Már Borgarsson tók undir með Óskari Smára og líst vel á lið Njarðvíkur.

„Mikael og Mcausland eru að gera mjög góða hluti. Ég mætti þarna í Reykjaneshöllina (sem aðstoðarþjálfari Ægis) rétt fyrir Covid og lét Mækarann pakka mér saman 8-0. Þeir voru hrikalega vel drillaðir og voru í góðu standi. Við réðum ekkert við þá,“ sagði Baldvin Már.

„Þeir eru með fullt af góðum leikmönnum. Ef þeir byrja vel þá verða þeir í toppbaráttu í allt sumar,“ bætti Óskar Smári við en hægt er að hlusta á Ástríðuna í spilaranum hér að neðan eða í gegnum Podcast forrit.
Ástríðan - Sumarið framundan í 2. og 3. deild
Athugasemdir
banner
banner