Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 11. maí 2020 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Pique: Of snemmt að byrja 12. júní
Sergio Ramos og Gerard Pique eru ekki alveg sammála
Sergio Ramos og Gerard Pique eru ekki alveg sammála
Mynd: Getty Images
Gerard Pique, varnarmaður Barcelona á Spáni, er ekki sammála Sergio Ramos, kollega hans hjá Real Madrid, en hann segir það of snemmt að byrja deildina 12. júní.

Ramos kom inn á það í viðtali við Movistar að spænska þjóðin þurfi fótbolta til að dreifa huganum frá kórónaveirunni en Pique telur of snemmt að byrja um miðjan júní.

„Ég væri auðvitað til í að byrja deildina aftur 12. júní en það fer eftir tölunum. Þessi ákvörðun mun liggja hjá heilbrigðisyfirvöldum og þau munu útskýra hvað gerist. Við eigum ekki að flýta okkur og við ákveðum ekki hvernig þetta er tæklað," sagði Pique.

„Ég skil það þannig að spænska deildin vilji klára tímabilið því það er mikið í húfi. Það væri ljótt að vinna deildina með því að sleppa því að klára tímabilið. Ég heyrði að við gætum byrjað að spila 12. júní en við höfum ekki spilað í langan tíma og verðum að undirbúa okkur vel til að koma í veg fyrir meiðsli. Nokkrir aukadagar eru ekki að fara að skaða neinn," sagði hann í lokin.

Barcelona er á toppnum með 58 stig þegar ellefu leiki eru eftir aðeins tveimur stigum á undan Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner