Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 11. maí 2020 12:33
Fótbolti.net
Segir að þjálfari Kára sé hættur
Jón Aðalsteinn þjálfaði áður í Árbænum.
Jón Aðalsteinn þjálfaði áður í Árbænum.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Jón Kristjánsson er hættur sem þjálfari Kára í 2. deild, en þetta fullyrðir Baldvin Már Borgarsson í Ástríðunni, hlaðvarpsþætti um neðri deildirnar, í dag.

„Þetta hefur hvergi komið fram. Ég heyrði þetta um daginn þegar ég fór upp á Skaga. Ég veit ekki af hverju hann er hættur,“ sagði Baldvin Már.

Jón Kristjánsson var ráðinn sem nýr þjálfari Kára í október á síðasta ári eftir að hafa stýrt Elliða upp í 3. deild. Jón staldraði því stutt við hjá Kára.

Lið Kára lék í 2. deildinni á síðustu leiktíð og endaði í 10. sæti af alls 12 liðum á sínu öðru ári í þriðju efstu deild á Íslandi. Liðið hefur verið notað sem varalið fyrir ÍA.

Baldvin Már segist hafa áhyggjur af Káramönnum sem áttu erfitt uppdráttar í fyrra.

„Káramenn eru búnir að vera í miklu brasi. Í fyrra byrjuðu þeir tímabilið með Skarphéðin Magnússon sem þjálfara og Lúðvík Gunnarsson var að aðstoða hann. Svo ákvað Sammi (Samúel Samúelsson) hjá Vestra að væla í KSÍ yfir því að Lúlli væri að vinna hjá KSÍ og þjálfa Kára. Þannig Lúlli hætti."

„Fullt af leikmönnum hjá Kára hættu því þeir nenntu þessu ekki. Það var aldrei sami maðurinn sem stýrði æfingum. Það var aldrei sami maðurinn sem þjálfaði í leikjum. Þangað til loksins Ingimar Elí kom þarna inn, en þá var þetta bara orðið eitthvað rugl.“

Ingimar Elí bjargaði Kára frá falli og er nú kominn í þjálfarateymi meistaraflokks ÍA. Baldvin vill að Ingimar taki aftur við Kára.

„Ég held að það besta í stöðunni væri ef Ingimar gæti tekið þetta aftur, segir Baldvin en hægt er að hlusta á Ástríðuna í spilaranum hér að neðan eða í gegnum Podcast forrit.
Ástríðan - Sumarið framundan í 2. og 3. deild
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner