Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 11. maí 2020 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sterling: Þarf að tryggja öryggi allra, ekki bara fótboltamanna
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling, vængmaður Manchester City, er smá efins þegar kemur að áformum ensku úrvalsdeildarinnar að fara af stað í næsta mánuði.

Síðasti leikur í ensku úrvalsdeildinni fór fram 9. mars og því eru tveir mánuðir síðan síðast var leikið í deildinni. 11. mars fór síðasti leikurinn í hæsta gæðaflokki á Englandi þegar Atletico sigraði Liverpool í Meistaradeildinni.

Frá og með 1. júní mega íþróttaviðburðir fara fram á Englandi, fyrir luktum dyrum. Sterling vill að öryggi allra sem komið geta að leiknum sé tryggt áður en hugsað sé um að spila fótboltaleiki.

„Þegar dagurinn rennur upp sem við förum af stað þá má það ekki einungis vera fótboltans vegna, það verður að vera öryggt fyrir fleiri en okkur fótboltamennina. Öryggið þarf að vera tryggt fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk og dómara," sagði Sterling á Youtube-rás sinni.

„Rétti tíminn er þegar öryggi allra sem koma að knattspyrnuleik er tryggt. Þangað til er ég... hvað skal segja... ekki hræddur en ekki sannfærður um að rétta leiðin sé valin og hugsa út í verstu mögulegu útkomu."
Athugasemdir
banner
banner
banner