Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. maí 2020 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Tierney hefur lært mikið af Arteta
Kieran Tierney
Kieran Tierney
Mynd: Getty Images
Skoski vinstri bakvörðurinn Kieran Tierney segist hafa lært mikið af Mikel Arteta, stjóra Arsenal og getur hann ekki beðið eftir að komast aftur á völlinn.

Tierney gekk til liðs við Arsenal frá Celtic síðast sumar en hann meiddist rétt áður en Arteta tók við í desember.

Hann hefur aðeins byrjað fjóra leiki á leiktíðinni en hann hefur þó lært mikið af Arteta.

„Ég hef horft á alla vídeófundina hjá Arteta. Það hafa verið fundir saman sem lið fyrir leiki og eftir leiki og það er magnað hvernig hann rýnir í leikinn," sagði Tierney.

„Þegar ég var í Dúbaí í vetrafrínu þá var ég að vinna með honum 1 á 1 og þá fattaði hvað hann er mikill snillingur. Ég var að læra fullt af honum í endurhæfingu."

„Hann veit nákvæmlega hvað er að fara að gerast í leiknum og hvernig það mun gerast og hvað maður á að gera í þeirri stöðu, hvaðan pressan kemur og hverjir möguleikarnir eru,"
sagði Tierney.
Athugasemdir
banner
banner