mán 11. maí 2020 21:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
UEFA vill ekki taka frá félögum það sem þau hafa unnið sér inn
Mynd: Getty Images
UEFA gaf út tilkynningu í dag þar sem sambandið segir frá stöðu mála þegar kemur að forkeppni Meistaradeildarinnar fyrir tímabilið 2020/21.

UEFA segist vera að fylgjast með þróun mála og er ekki með neinar breytingu í huga.

„UEFA hefur aldrei íhugað að taka af þeim félögum, sem hafa sigrað sínar deildir, þann rétt að geta unnið sér þáttöku í riðlakeppni Meistaradeildarinnar," segir í tilkynningunni.

„UEFA vill að það sé klárt að sambandið er einungis að fylgjast með stöðunni og þróunni og mögulegum afleiðingum heimsfaraldurinn getur haft á forkeppnina fyrir næsta tímabil."

„Á þessum tímapunkti hefur engin breyting orðið á því hvernig forkeppnin fer fram, fyrir allar félagsliða keppnir á vegum UEFA."


Fyrstu leikir í forkeppni Meistaradeildarinnar áttu að fara fram 23. júní en munu aldrei fara fram fyrir 29. ágúst - þegar úrslitaleikurinn í keppninni fyrir tímabilið 2019/20 fer fram í Istanbul.

KR verður í forkeppni Meistaradeildarinnar á meðan FH, Víkingur og Breiðablik verða í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner