Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 11. maí 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Möguleiki á þrennunni hjá Patrik
Á æfingu með U21 landiðinu í Ungverjalandi í mars
Á æfingu með U21 landiðinu í Ungverjalandi í mars
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Patrik Sigurður Gunnarsson er á láni hjá Silkeborg út þetta tímabil frá enska félaginu Brentford. Patrik er markvörður sem uppalinn er hjá Breiðabliki og hélt til Brentford sumarið 2018.

Silkeborg er á leið upp í Superliga eftir frábæran seinni hluta á tímabilinu í B-deildinni. Patrik hefur haldið hreinu í nánast hverjum leik og liðið hefur unnið alla leiki nema einn frá komu hans. Stefán Teitur Þórðarson er liðfélagi Patriks hjá Silkeborg.

Viborg er hitt liðið sem fer upp úr B-deildinni en Patrik lék einmitt með Viborg á láni fyrir áramót. Patrik hefur ekki tapað leik í deildinni í vetur.

Patrik getur náð þrennunni ef Brentford, liðið sem hann er samningsbundinn, kemst upp í ensku úrvalsdeildina en liðið er á leið í umspilið. Brentford mætir Bournemouth í tveimur leikjum í undanúrslitum umspilsins.

Silkeborg á eftir fjóra leiki á tímabilinu og svo snýr hinn tvítugi Patrik aftur til Brentford.
Athugasemdir
banner
banner